Mánudagur, 21. apríl 2008
Hver man ekki eftir coca cola auglýsingunni....Klöppum fyrir...
Klöppum fyrir manninum sem fann upp íslenskt velferðarkerfi og ákvað svo að nota það ekki...
Klöppum fyrir ráðamönnunum sem dældu peningum í Byrgið og báru svo enga ábyrgð...
Klöppum fyrir manninum sem ákvað að láta Guðmund Jónson ekki í gæsluvarðhald á meðan á rannsókn málsins stóð....
Klöppum fyrir teyminu sem var skipað til að hjálpa fólkinu sem kom úr Byrginu á sínum tíma...(teymið týndist fljótlega, hefur væntanlega farið að leita að velferðarkerfinu)
Klöppum fyrir barnaverndarstarfsmönnunum sem fengu börn vistuð í Byrginu....
Klöppum fyrir manninum sem gerði rannsókn og fann það út að 40-60 manns í Reykjavík væru heimilislausir (ég spyr í hvað deildi maðurinn)
Klöppum fyrir manninum sem fann það út ef þú ert bæði fíkill og með geðsjúkdóm þá ætlum við frekar að bíða eftir að þú deyjir eða drepir aðrar frekar en að reyna að hjálpa þér...
Klöppum fyrir mönnunum sem ákvað það að hafna BUGL um 15 milljón króna auka fjárveitingu en samþykkti sama daginn að byggja 900 milljónkróna sendiráð í Tókýó...
Klöppum fyrir manninumm sem lokaði þroskaheftann mann inná Sogni og hafa hann svo þar í 20 ár....
Klöppum fyrir Íslendingnum sem fann það út að það virkaði ekki að dæma menn í meðferð...(gegn öllum rannsóknum)
Klöppum fyrir manninum sem fann það út að það borgaði sig að senda alla sem brotið hafa af sér á Litla hraun "í betrunarvist"....
Klöppum fyrir manninum sem ákvað það að kynferðisbrotadómar eigi að vera sanngjarnir fyrir brotamanninn....
UUUUUfffffff mér líður mun betur.....
Athugasemdir
Ég er komin með sár í lófana!
Stöðug fagnaðarlæti og ekkert gerist, þetta eru allt snillingar!
Ofurskutlukveðjur á þig mín kæra:)
Guðbjörg Erlingsdóttir 21.4.2008 kl. 20:02
já það er magnað að þú hafir getað klappað þig vitlausa á meðan ég var sótill á hinum kantinum....
Þú færð sjálf ofurskutlukveðjur
Inda Hrönn Björnsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:18
Frænka mín hún var einu sinni sótill.........
Guðbjörg Erlingsdóttir 21.4.2008 kl. 21:21
Ég vona að það hafi ekki verið frænka þín sem dó svo....
Inda Hrönn Björnsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:09
Inda Hrönn... hin eina sanna? Ekki viss af því að ég kannast ekkert við þessa stelpu á myndinni! Sítt hár... hún Inda sem ég þekki... hummm.... :)
Heiða B. Heiðars, 23.4.2008 kl. 22:21
Hallo,
Ert þú nokkuð farin að hitta frænku þína, þú veist þessa sem........?
Tvö lauf og svína fyrir drottninguna eða eitthvað..... oki oki þá bara hæ Gosi!
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir 25.4.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.